
Castello Poggiarello rauðvín
Því miður er Castello Poggiarello rauðvínið uppselt hjá okkur í augnablikinu.
Í hjarta hins rómaða vínræktarhéraðs Toskana á Ítalíu má finna framleiðandann Castello Poggiarello. Saga vínræktunar á landareigninni er löng og nær aftur til 13. aldar. Núverandi eigendur eignuðust kastalann árið 1983 en þá hafði vinframleiðslan legið niðri í yfir 20 ár. Mikil vinna var lögð í að bæta jarðveginn og gera landið aftur hæft til ræktunar, finna hentugustu þrúgurnar og þar fram eftir götunum.
Árið 2003 hófst aftur ræktun á landareigninni og nú eru þar framleiddar fimm gerðir af rauðvínum og ein af rósavíni. Ársframleiðsla er einungir um 20-25 þúsund flöskur og er öll ræktun lífræn, hefur meira að segja tvöfalda lífræna vottun.
Fyrir ítarlegri upplýsingar bendum við á heimasíðu Castello Poggiarello
Sértilboð
Nereo 2015
Nereo vínið er búið til úr þremur þrúgum í jöfnum hlutföllum. Það eru Merlot, Petit Verdot og Cabernet Sauvignon. Það er ferskt og liflegt vín, mjúkt og ávaxtaríkt. Þegar kemur að því að para vínið með mat er það afar þægilegt því það hentar með ýmsum mat og hefur yfir sér „Toskanalegt“ yfirbragð sem er tilkomið vegna hins sérstaka jarðvegs á landareigninni.
Collerosso
Collerosso vínið er úr Cabernet Franc og Merlot þrúgunun í jöfnum hlutföllum. Þetta vín fær að þroskast í frönskum víntunnum (barrique tunnum sem eru um 230 lítra) í 18 mánuði og síðan í 12 mánuði í flöskum hið minnsta.
Þessar þrúgur gefa af sér "full-bodied" vín, þær þurfa jarðveg sem er ríkur af járni og kalki og eru auðþekkjanleg á sínum bjarta fjólubláa lit. Við finnum lykt af kanil, pipar og múskati og bragðið er ferskt og líflegt með keim af kirsuberjum, bláberjum og sólberjum.
Þetta vín er tilvalið til að njóta eitt og sér en parast að auki ákaflega vel við ýmsa rétti, ekki síst framandi rétti (fyrir okkur) og vel kryddaðan mat.
Montechiaro
Montechiaro vínið er úr Cabernet Franc þrúgunni. Það er einvörðungu framleitt þegar vínberin hafa náð hámarks þroska. Þrúgurnar þroskast uppi í hlíðum hæðanna við Castello Poggiarello þar sem járnríkur jarðvegurinn ásamt sólríku um hverfinu skapa kjöraðstæður fyrir þessa þrúgu.
Þetta vín ilmar af tóbakslaufum, leðri og jurtum og í munni tekur við bragð af lággróðri, einiberjum, lakkrís og kakói. Vínið hefur yfir sér dökkarn rúbínrauðan blæ og tannínin koma vel í gegn og tóna skemmtilega á móti sýrunni í því. Þetta er glæsilegt vín sem hefur fengið að þroskast í frönskum rauðvinstunnun í 24 mánuði og að auki í að minnsta kosti 18 mánuði á flöskum.
Montebruno
Montebruno vínið er eingöngu gert úr Cabernet Sauvignon þrúgunni. Það er látið þroskast í frönskum rauðvínstunnum í 24 mánuði og að lokum í 12 mánuði í flösku hið minnsta.
Þetta er kröftugt og bragðmikið (full-bodied svo slett sé aðeins á ensku) vín. Eins og Montechiaro þá er þetta vín einvörðungu framleitt úr bestu árgöngunum þannig að það er ekki endilega alltaf til.
Þrúgan er ræktuð í ekrum sem hafa járn- og kalríkan jarðveg og er auðþekkjanlegt á kröftugum og djúpum kryddilmi auk þess sem það hefur örlítið reyktan bragðkeim sem inniheldur einnig kirsuber, sólber og villimyntu (pennyroyal). Langt og mikið eftirbragð er af þessu víni.
Þetta rauðvín er mjög gott núna á fyrstu árum sínum í flöskunni en fyrir þá sem hfa viljastyrk til að geyma þá mun það bara verða enn betra með árunum.
Sic et Simpliciter
Sic et Simpliciter er gert úr Cabernet Franc, Cabernet Sauvignon og Merlot þrúgum. Það er eingöngu framleitt þegar arferði er sérstaklega gott og þá úr sérvöldum þrúgum.
Vínið er gerjað í amfórum, berin eru höfð heil og hver þrúga fyrir sig er gerjuð sér. Gerjun tekur frá 8 upp í 12 mánuði eftir árum og að henni lokinni eru berin léttilega pressuð og blandað saman. Þá aftur í amfóruna í fjóra mánuði. Loks er vínið geymt á flöskum í sex til átta mánuði áður en það er sett á markað.
Vínið hentar einkar vel með pastaréttum. Einnig með steiktu kjöti, paté og slíku. Þá kemur það skemmtilega á óvart að á heitum dögum (já ég sagði það - sem koma trúlega oftar á Ítalíu en Íslandi) passar það einkar vel með ýmsum sumarmat ef það er aðeins kælt.




