top of page
Guðaveigar var stofnað haustið 2019 eftir ferð til Islay þar sem flest eimingarhúsin á eyjunni voru heimsótt og í ljós kom að eitt lítið brugghús þar - Kilchoman - framleiddi þvílíkt gæðaviskí að ekki þótti ráðlegt annað en að Íslendingar ættu þess kost að kaupa það á heimavelli. 

Þegar heim var komið var farið í að hafa samband við Kilchoman og stofna fyrirtæki í kringum innflutninginn. Íslendingar tóku Kilchoman strax vel enda annálaðir smekkmenn. Í dag bjóðum við upp á tvær Kilchoman tegundir að staðaldri og leggjum einnig metnað okkar í að útvega ykkur sem flestar hliðartegundir sem Kilchoman setja á markaðinn. Dæmi um það er 100% Islay viskíið þeirra og Loch Gorm sem við reynum að bjóða upp á á hverju ári. 

Haustið 2021 færði fyrirtækið út kviarnar þegar Guðaveigar hófu að bjóða upp á vörur frá Dingle eimingarhúsinu sem er í Kerry sýslu á suðvestanverðu Írlandi. Dingle er enn sem komið er tiltölulega óþekkt perla í viskíheiminum en æ fleiri eru farnir að gefa henni gaum enda eru þau að sópa til sín verðlaunum bæði fyrir viskí og gin. 

Þá höfum við einnig hafið innflutning á rauðvínum frá Castello Poggiarella sem er lítill framleiðandi í hjarta Toskana héraðs á Ítalíu. Þar eru framleidd lífræn rauðvín í hæsta gæðaflokki og stefnum við að því að geta boðið Íslendingum upp á allar fimm framleiðslutegundirnar þeirra í náinni framtíð. 

© 2021 Guðaveigar ehf. Öll réttindi áskilin

  • Instagram
  • facebook
bottom of page