
Viskíglös

Kilchoman Glencairn glas
Glencairn viskíglasið er flestum viskíunnendum vel kunnugt.
Glasið er sérstaklega hannað af Raymond Davidson til að njóta lyktar, bragðs og fjölbreytileika góðs viskís og bourbons. Lögun þess er í ætt við lögun hefðbundinna glasa sem hafa verið notuð í Skotlandi um langa hríð. Lögunin gerir það að verkum að lykt og brað þjappast saman í belg glassins og koma því einkar vel fram í nefi og munni þess sem nýtur viskísins.
Um glasið segir á heimasíðu Glencairn: "Like a good Whisky this glass has plenty of character"
Guðaveigar bjóða upp á merkt Kilchoman Glencairn glös á góðu verði. Við sendum frítt á höfuðborgarsvæðinu. Athugið að við bjóðum ekki upp á sérmerkingar á glösin heldur er eingöngu Kilchoman merkið á glasinu.

Túath viskíglas
Guðaveigar er umboðsaðili fyir hin þekktu Túath viskíglös á Íslandi.
Túath glasið, en orðið Túath er komið úr gelísku og merkir fjölskylda eða þjóð, er írsk hönnun og fangar lögun þess mjög vel ilm og bragð af hinu einstaka írska viskíi líkt og t.d. Glencairn glasið enda er útlit þeirra að mörgu leyti áþekkt. Það sem einkennir útlit Túath glassins einna helst er þó neðsti hlutinn en útlit hans er innblásið af eyjunni Skellig Michael sem er þekkt írskt kennileiti og gaman er að kynna sér það nánar, einfaldast er að fara á Youtube og leita þar – þar má finna fjölmörg skemmtileg myndskeið frá eyjunni.
Á undanförnum árum hefur írsk viskígerð gengið í gegnum mikla endurnýjun sem jafnvel mætti kalla endurfæðingu. Meðal annars hefur sprottið upp fjöldi nýrra eimingarhúsa með tilheyrandi gestastofum og ferðamannaiðnaðurinn hefur tekið þróuninni opnum örmum. Samfara þessari endurnýjun þótti mönnum tímabært að hanna nútímalegt glass sem yrði táknrænt fyrir írkt viskí og viskídrykkju um allan heim.
Vísindin á bak við glasið
Lykt: Anganin af viskíi er afar mikilvægur þáttur í þeirri upplifun sem felst í að drekka það. Lögun hefðbundinna viskíglasa er þannig að þau eru jafnbreið alla leið og það verður til þess að lyktin dreifist of mikið. Til að vinna á móti þessu eru mörg glös með þessari einkennandi túlípanalögun en þá er hætta á því að etanól lyktin verði og sterk og erti augu og nef. Lögun Túath glassins er þannig að það breikkar aðeins efst við brúnina og leyfir áfengisgufunum að komast burt og hægt er að lykta úr miðju glassins án þess að þær gufur þvælist fyrir skilningarvitunum.
Litur:
Atvinnublandarar og annað kunnáttufólk um viskí kjósa glas með stilk því það gefur kost á að skoða lit þess án þess að fingraför og önnur óhreinindi sem kunna að vera á glasinu spilli fyrir. Túath glasið skartar hinum einkennandi stutta stilk sem gefur gott grip fyrir þumalfingurinn og skiptir þá ekki máli hvort sá sem heldur á því er rétt- eða örvhent/ur.
Bragð:
Hið stóra rými í belg Túath glassins gerir kleyft að skipta auðveldlega frá því að lykta úr glasinu yfir í að drekka úr því. Brún glassins leggst haganlega að vörum þess sem smakkar auk þess sem auðvelt er fyrir áfengisgufurnar að sleppa burt frá nefi og munni og það eina sem fer inn fyrir varir og nef er bragðið af viskíinu.
Við sendum frítt á höfuðborgarsvæðinu.