top of page

Kilchoman viskí

Kilchoman er eitt af Islay brugghúsunum og enn sem komið er það yngsta af þeim. Kilchoman var stofnað árið 2005 og er fjölskyldufyrirtæki. Kilchoman er eina Islay brugghúsið sem framleiðir hluta sinnar framleiðslu úr heimaræktuðu byggi. Það er hin árlega 100% Islay útgáfa sem aðdáendur bíða alltaf spenntir eftir. 

Kilchoman framleiðir sem stendur þrjár tegundir sem fáanlegar eru allt árið. Það eru Machir Bay, Sanaig og Batch Strength. Hægt er að fá Machir Bay og Sanaig hér á landi að staðaldri. Machir Bay er nú fáanlegt í fjölmörgum vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu og einnig  á Akureyri. Sanaig er  fáanlegt í Heiðrúnu. Báðar þessar tegundir er svo að sjalfsögðu hægt að fá i sérpöntun á vef Vínbúðarinnar, www.vinbudin.is  Þegar vörur eru keyptar í sérpöntun er hægt að velja um að fá þær sendar án aukakostnaðar í hvaða Vínbúð sem er.

Batch Strength er fyrst um sinn einungis fáanleg hér á síðunni á sérstöku tilboðsverði, en til stendur að færa hana yfir í Vínbúðina fljótlega.

Allar aðrar vörur hér á siðunni má einnig kaupa beint í gegnum síðuna og við bjóðum upp á fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu

Fyrir ítarlegri upplýsingar bendum við á frábæra heimasíðu Kilchoman

Machir-Bay-BC-lo-v2.png

Jæja jæja loksins loksins. 

Eftir þessu höfum við beðið síðan í vor að Kilchoman smellti á borðið nýrri útgáfu sem verður í "core range" hjá þeim og fer þá í flokk með Machir Bay og Sanaig.

Vid erum að tala um 57% skrímsli. Þroskað í "re-charred" rauðvínstunnum, oloroso sérrítunnum og bourbontunnum. Nokkrir dropar af vatni settir út í til að ná því í 57% og útkoman magnþrungið dramm. Sítrus og reykur í bland við dökka ávexti, krydd og saltkaramellu, eins og við þekkjum svo vel frá Kilchoman og þau gera svo vel, svo vel.

Vid hjá Guðaveigum ætlum að gera einstaklega vel við viðskiptavini okkar og bjóða þetta viskí á einstöku verði, í raun kostnaðarverði. Tryggið ykkur eintak þetta verð kemur ekki aftur. 

Þetta viskí er eingöngu til sölu hér á síðunni - ókeypis heimsending á höfuðborgarsvæðinu.

Kilchoman-234-2018_Front.jpg

New Oak útgáfan hjá Kilchoman er verulega spennandi. Þessi útgáfa er sérstaklega ætluð fyrir smærri markaði og við fengum smá slatta af þessu - þetta er ekkert sem menn eru að fara að finna í hillunum á venjulegum viskíbúðum.

Þetta er fyrsta útgáfan frá Kilcoman sem fær að þroskast í ómeðhöndluðum "virgin" eikartunnum. Fyrstu fimm árin fær það reyndar að vera í STR rauðvinstunnum en síðan fer það a ómeðhöndlaða eikartunnu í rúmt ár. Fyrir nördana þá er meira að segja um að ræða evrópska eik úr karpatíufjöllunum.

Reyndar er Anthony Willis ekkert sérstakur aðdáandi þess að þroska viskí í ómeðhöndlaðri eik og þess vegna er þessi millileið farin að enda þroskunina þar. 

Þetta viskí er eingöngu til sölu hér á síðunni - ókeypis heimsending á höfuðborgarsvæðinu.

100� Islay 2022 B&C (lo).png

Hið geysivinsæla 100% Islay er eina viskíið sem framleitt er úr heimaræktuðu Islay byggi. Allt ferlið, frá sáningu kornsins til töppunnar á flösku fer fram á Islay. Þessa viskís er beðið með eftirvæntingu á hverju ári og það gleður okkur að geta nú boðið upp á þetta viskí í þriðja sinn á Íslandi, en í mjög takmörkuðu upplagi þó.

Útgáfan í ár er sú fjórtánda í röðinni og er úr 2013 og 2014 kornuppskerunni (mjög góð byggár) sem hefur fengið að ala aldur sinn í sérvöldum bourbon og oloroso sjerrí tunnum í lágmark níu ár.

 

Anthony Willis, stofnandi Kilchoman hefur eiginlega alltaf eitthvað um málið að segja en nú er hann orðlaus. Þetta verður bara að prófa

Og ekki orð um það meir!

Þetta viskí er eingöngu til sölu hér á síðunni - ókeypis heimsending á höfuðborgarsvæðinu.

LochGorm24_BC_Low.png

Goðsagnakennda Loch Gorm er komið. Eimað árið 2014 og hefur legið í oloroso sjerrítunnum síðan þá. Fullt af reyk og gómsæti. Gormurinn svíkur aldrei.

 

Þetta viskí er eingöngu til sölu hér á síðunni - ókeypis heimsending á höfuðborgarsvæðinu.

Kilchoman-Port-Cask-Islay-Single-Malt-Scotch-Whisky.jpg

Þessi frábæra útgáfa er komin á Frónið. Þroskað í "ruby port" tunnum síðan það var smábarn og margslunginn bragðprófíll sem er tilkominn úr hinum sérvöldu tunnum þar sem su yngsta er sex ára gömul en sú elsta nær þrítugu. Hér mætir Islay mórinn ávöxtum og kryddi sem aldrei fyrr og ekki er styrkurinn í minna lagi eða 50%. BOBA!

Þetta viskí er eingöngu til sölu hér á síðunni - ókeypis heimsending á höfuðborgarsvæðinu.

 

Kilchoman-Sanaig-CaskStrength-Mood2_200x200_2x.jpg

Sanaig hefur aldeilis fest sig í sessi og margir telja það flaggskip Kilchoman. Hér gefst færi á að smakka Sanaig á sterum, ef þetta visík væri gítarmagnari færi það upp í 11!

Þetta viskí er eingöngu til sölu hér á síðunni - ókeypis heimsending á höfuðborgarsvæðinu.

 

kilob.non57.jpg

Vid höfum áður boðið upp á Sauternes útgáfu frá Kilchoman sem seldist upp eins og skot. Hér mætir hið sæta Sauternes Islay reyknum og útkoman ómótstæðileg. Karamella, sykraðar apríkósur, salt, reykur og langt eftirbragð. Namminamm.

Þetta viskí er eingöngu til sölu hér á síðunni - ókeypis heimsending á höfuðborgarsvæðinu.

 

kilchoman-px-sherry-cask-matured-50-whisky.jpg

Kilchoman PX Cask er viskí sem hefur verið látið þroskast í Pedro Ximenes sérrítunnum. Þarna má finna dökkt og sætt ávaxtabragð, hnetur og krydd sem blandast snilldarlega við Islay reykinn.

Að þessu sinni er boðið upp á viski sem hefur eingöngu verið þroskað í PX tunnum (í fimm ar) þannig að þetta viskí hefur aldrei snert annað en sérrí. 

Þetta viskí er eingöngu til sölu hér á síðunni - ókeypis heimsending á höfuðborgarsvæðinu.

Cognac 2023 B&C (lo).png

Þetta viskí frá Kilchoman er fullkomin blanda af hinu klassíska ávaxtaríka Kilchoman bragði og áhrifunum úr koníakstunnunum þar sem hvorugt yfirgnæfir hitt. 

Lykt af eplum, perum og fleiri avöxtum tekur a móti okkur í glasinu, smá hunang og krydd líka. Þegar í munnin er komið finnum við koníaks eikina ásamt þurrkuðum ávöxtunum og reyknum. Eftirbragðið er svo djúpt og langt þökk sé koníakstunnunum. Ávextir, marsípan og smá reykur. Geggjað, alveg geggjað!

Þetta viskí er eingöngu til sölu hér á síðunni - ókeypis heimsending á höfuðborgarsvæðinu.

Fino 2023 B&C (lo).png

Eins og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða Kilchoman ciskí sem þroskað er í tunnum undan hinu frábæra Fino sérríi. Þetta er önnur slík útgáfa frá Kilchoman og Anthony Willis handvaldi þær tunnur sem notaðar voru í verkið. og hefur það legið í 20 slíkum tunnum frá 2018 og er nú komið í flöskur fyrir okkur að njóta. Þessi útgáfa býður upp a skemmtilegan valkost við Oloroso sérrítunnurnar sem við þekkjum og eru meðal annars notaðar til að búa til Loch Gorm sem við öll elskum. 

​Hér er boðið upp á "heavily peated" Kilcoman (50PPM) en samt ríkt af ávöxtunum og sérríi.

Þetta viskí er eingöngu til sölu hér á síðunni - ókeypis heimsending höfuðborgarsvæðinu.

Kilchoman-SB-STR_Small-Markets.jpg

STR stendur fyrir "Shaved, Toasted and Re-charred". Þá eru viskítunnur endurnýttar, en fyrir þá sem ekki þekkja til þá eru tunnur sem viskí er sett í yfirleitt sviðnar að innan áður en viskiið fer í þær. Þegar viskíið er svo á endanum sett á flöskur hafa tunurnar skilað sínu hlutverki og eru þá annað hvort teknar úr umferð eða nýttar i annað - eða endurnýttar. Í því tilviki eru ysta lag viðarins skafið innan úr þeim og þær sviðnar upp á nýtt og aftur sett viskí í tunnuna. 

​Í þessari Kilchoman útgáfu er um að ræða Kilchoman viskí úr bourbon og oloroso sérrítunnum sem hefur svo fengið að þroskast í STR rauðvínstunnum. Útkoman er klassískt Kilchoman með "red fruits, cinnamon sweetness and fresh vanilla" svo notuð séu orð Anthony Willis sjálfs. 

Þetta viskí er eingöngu til sölu hér á síðunni - ókeypis heimsending höfuðborgarsvæðinu.

Kilchoman_Double_Armagnac_Finish-776x1176.jpg

Kilchoman Armagnac "Double Cask" Finish

Mjög áhugavert hjá Kilchoman svo ekki sé meira sagt. Þetta viskí hefur verið þroskað í bourbon tunnum og svo armagnac tunnum í 7 mánuði. Algjörlega frábær vökvi! Fæst nú í mög takmörkuðu upplagi.

​Ókeypis heimsending á höfuðborgarsvæðinu.

KMB.jpg

Kilchoman nefna mörg viskíin sín eftir örnefnum í umhverfinu. Ströndin við Machir Bay er ein stærsta og fegursta ströndin á Islay þanngi að það er vel við hæfi að nefna einkennisviskí (signature brand) Kilchoman eftir henni. Viskíið þroskast í bourbon- (80%) og sérrítunnum (20%) og bragðið ber töluverðan ávaxtakeim en þar má einnig finna hinn einkennandi Islay reyk, vanillu, hunang, karamellu og sykur. 

Machir Bay fæst í þrem völdum Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu; Heiðrúnu, Kringlunni og í Mosfellsbæ. Einnig í Vínbúðinni á Akureyri. Svo er auðvitað einnig hægt að sérpanta af vef Vínbúðarinnar og nægir að smella á myndina til að fara þangað.

KSA.jpg

Sanaig er lítil vík í nágrenni Kilchoman brugghússins og eftir henni nefna þau þetta frábæra viskí sitt sem er ásamt Machir Bay í kjarnaframleiðslu (core range) þeirra og fáanlegt árið um kring. Viskíið þroskast í bourbon- (50%) og sérrítunnum (50%) og kemur það vel fram í bragðinu. Þar finnst bragð af þurrkuðum ávöxtum, kanil og negul ásamt púðursykri og ýmsum kryddum.

Sanaig fæst í þrem völdum Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu; Heiðrúnu, Kringlunni og í Mosfellsbæ. Einnig í Vínbúðinni á Akureyri. Svo er auðvitað einnig hægt að sérpanta af vef Vínbúðarinnar og nægir að smella á myndina til að fara þangað. 

© 2021 Guðaveigar ehf. Öll réttindi áskilin

  • Instagram
  • facebook
bottom of page