
Dingle viskí
Dingle brugghúsið er sjálfsætt fjölskyldu-brugghús á vesturströnd Írlands, nánar tiltekið í Kerry sýslu. Dingle er afsprengi þriggja einstaklinga sem standa á bak við Porterhouse Brewing Company sem er eitt af frumkvöðlum í handverksbjórframleiðslu á Írlandi. Þá langaði að prófa hvort handverksviskíframleiðsla myndi ganga í samkeppni við hina írsku viskírisa, Jameson þeirra stærstur.
Afraksturinn var stofnun Dingle brugghússins hinn kalda vetur 2012. Tunna nr. 1 var fyllt 18. Desember 2012 og þrem árum og einum degi seinna var tunna nr. 2 sett á markað. Dingle nota að sjálfsögðu hefðbundnar írskar aðferðir við bruggunina og brugga allt í "pot stills".
Lengi vel buðu Dingle einungis upp á árstíðabundna framleiðslu, svokallað "Batch" sem voru númeraðir ár frá ári og í ár er komið að Batch 6. Nýverið kom einnig á markaðinn Dingle Single Malt sem er framleitt allan ársins hring og er nú fáanlegt í Vínbuðunum Heiðrúnu, Kringlunni, Mosfellsbæ og a Akureyri. Einnig á www.vinbudin.is í sérpöntun. Þegar vörur eru keyptar í sérpöntun er hægt að velja um að fá þær sendar í hvaða Vínbúð sem er og bætist enginn aukakostnaður við það.
Aðrar vörur á síðunni má panta beint í gegnum síðuna og við bjoðum upp á fria heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu.
Dingle aðdaendur hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir því að fá að smakka þetta viskí. Þetta er í fyrsta sinn sem Dingle sendir frá sér viskí sem fáanlegt er allt árið um kring en eins og segir hér að ofan hafa fyrri útgáfur verið árstíðabundnar. Dingle Single Malt hefur þroskast í bourbon- (39%) og Pedro Ximenes (61%) sérritunnum.
Dingle Single Malt ilmar af límónuberki, mintu og perum. Í munni má finna brað af bökuðum eplum, rúsínum ög möndlum og eftirbragðið er langt með hunangs- og kryddbragði.
Dingle Single Malt er fáanlegt í þremur verslunum Vínbúðarinnar (Kringlan, Heiðrún, Mosfellsbæ) á höfuðborgarsvæðinu og einnig á Akureyri. Einnig í sérpöntun á vef Vínbuðarinnar og nægir að smella á myndina hér til hliðar ar til að fara þangað.
Dingle Batch 5
Dingle Batch 5 hefur fengið að þroskast í Madeira-, bourbon- og Pedro Ximenex tunnum. Þetta gefur viskíinu ákaflega skemmtilegt bragð sem hefst með lykt af vanillu, karamellu og eik. Í munni finnum við fyrir hunangi, karamellu og kanil ásamt þurrkuðum ávöxtum. Eftirbragðið er mjúkt og langt þar sem vanillan fær að skína í gegn. Ef þetta hljómar vel þá er ekki spurning að skoða þetta viskí!
Dingle Batch 5 er fáanlegt í mjög takmörkuðu magni.
Dingle Batch 6
Dingle Batch 6 samanstendur af viskíi sem hefur þroskast í Tawny portvínstunnum og er í fyrsta sinn sem Dingle prófar slíkt. Ekki er hægt að segja annað en að sú tilraun hafi heppnast einkar vel og hefur þetta viskí ákaflega flókið og djúpt bragð.
Dingle Batch 6 er fáanlegt í mjög takmörkuðu magni.


