top of page

Fréttir

Desember 2024:

Nýverið barst nokkuð stór Kilchoman sending til landsins og erum við nú með 12 Kilchoman tegundir til sölu. Þar ber kannski hæst nýjung í kjarnaflokkinn hjá Kilchoman. Batch Strength mun nú verða fáanlegt allt árið alveg eins og Machir Bay og Sanaig. Batch Strength er að fá alveg frábærar viðtökur og mjög góða dóma enda er hér um frábært viskí að ræða. 

Einnig fengum við hina árlegu Loch Gorm og 100% islay sendingu en þau viskí eiga sér orðið marga dygga aðdáendur og fjölmargir leggja inn pöntun fyrir næsta ár bara um leið og útgáfa yfirstandandi árs kemur í hús. 

Fróðleikur

Júní 2023:

Eins og glöggir viðskiptavinir og lesendur síðunnar vita þá eru Guðaveigar með umboð frá ítalska rauðvínsframleiðandanum Castello Poggiarello en þau framleiða hágæða rauðvín úr hjarta Toskana héraðs á Ítalíu. Nú erum við stolt af að geta boðið upp á allar fimm tegundirnar sem þau framleiða og hverjum ykur til að skoða rauðvíns síðuna okkar sem finna má í flipanum hér ofarlega á síðunni.

Í sumar bjóðum við upp á sértilboð á Castello Poggiarello rauðvínum. Sex flöskur, ein af hverri tegund og ein að eigin vali, á einungis 20.000 kr. Hægt er að panta það með því að senda tölvupóst á gudaveigar@gudaveigar.is 

Mars 2023:

Nýjustu fréttir eru þær að Loch Gorm lendir að hafnarbakka í Reykjavík 4. apríl! Einungis örfáar flöskur eftir

Kynningin hjá Maltviskífélaginu tókst glimrandi vel, um 60 félagar og gestir mættu og gerður var góður rómur að kynningunni hjá Catherine og einnig kveðjunni frá Anthony Willis. Við bjuggumst flest við bara 1-2 mínútna kveðju þar sem hann byði okkur bara velkomin og óskaði góðs kvölds en sú varð nú alls ekki raunin. Hann talaði í rúmar 15 mínútur um heima og geima og ástríða hans fyrir viðfangsefninu leyndi sér ekki.

Loch Gorm lendir svo hjá okkur (vonandi) í lok mánaðar. Við fáum mjög takmarkað magn en úthlutun er byggð á sölum á hverju svæði og í raun ótrúlegt að við fáum yfir höfuð eitthvað en Kilchoman hafa sýnt okkur Íslendingum mikinn áhuga og liðkað vel til fyrir okkur hvað varðar að fá úthlutað sérútgáfum og öðru slíku. Eiga þau heiður skilið fyrir það. 

Hægt er að sérpanta Loch Gorm meðan birgðir endast, og einnig annað sem er til sölu hér á síðunni með því að senda póst á gudaveigar@gudaveigar.is 

Febrúar 2023:

Í byrjun mars fáum við til okkar góðan gest sem er Catherine McMillan, en hún er vörumerkjastjóri hjá Kilchoman. Catherine ætlar meðal annars að heiðra okkkur með nærveru sinni á kynningu hjá Maltviskífélaginu þann 10. mars. Kynningin er fyrir greiðandi félaga í Maltviskífélaginu og þá mun einnig Anthony Willis stofnandi og aðaleigandi Kilchoman ávarpa kynninguna. 

Fyrir þá sem eru ekki þegar felagar er hægt að finna Maltviskífélagið á Facebook og ganga í það. Það þarf að leita að orðinu Maltviskí á Facebook til að finna það, mjög auðvelt.

Janúar 2023:

Í upphafi desember 2022 fengum við nýja sendingu af Kilchoman. Þar á meðal er hið geysivinsæla 100% Islay sem er eina Islay viskíið sem er framleitt úr hreinu heimaræktuðu Islay byggi. 
Einnig fengum við hið nýja Casado, og Machir Bay Cask Strength. Kíkið endilega inn á Kilchoman síðuna okkar (undir tenglinum Viskí hér fyrir ofan) og lesið allt um það.
Við vekjum sérstaka athygli á að Guðaveigar fékk nýlega umboð fyrir hin glæsilegu írsku Túath viskíglös. Hægt er að skoða þau undir hlekknum Viskíglös hér efst á síðunni.

© 2021 Guðaveigar ehf. Öll réttindi áskilin

  • Instagram
  • facebook
bottom of page