top of page

Dingle gin

Dingle gin er eingöngu selt hér á síðunni og auðvelt er að panta þú smellir bara á hnappinn og sendi okkur póst. Við sendum heim að dyrum án aukakostnaðar hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu og sendum einnig í pósti fyrir þau sem bú a lengra í burtu. 

Fyrir ítarlegri upplýsingar bendum við á heimasíðu Dingle

gin_din1.jpg

Dingle Gin var þróað með það í huga að vera bæði algjörlega einstakt gin, unnið eftir hefðbundnum aðferðum gineimunar, en fela samt sem áður í sér talsverða nýbreytni. 

Dingle gin flokkast sem London Dry Gin en hinn einstaki karakter þess kemur úr jurtablöndu sem mikil vinna hefur verið lögð í að setja saman. Blandan inniheldur meðal annars rowan ber, fuchsia, mjaðarlyng (bog myrtle), hawthorn og beitilyng (heather) en allar þessar jurtir má finna í náttúru Kerry sýslu þar em Dingle eimingarhúsið er staðsett.

Mikil natni er lögð í eiminguna. Til að mynda er jurtablandan látin liggja í vökvanum í sólarhring áður en hann er eimaður, og að auki er hann látinn eimast í gegnum jurtablönduna. Vatnið í ginið kemur úr einkabrunni Dingle og er dælt upp af um 70 metra dýpi.

Peter Mosley, einn stofnenda og eigenda Dingle lýsir gininu þeirra svona: "The uniquely Irish botanicals give a fabulously fresh, floral character that perfectly balances the traditional juniper. But, to be honest, you really have to taste it for yourself.”

© 2021 Guðaveigar ehf. Öll réttindi áskilin

  • Instagram
  • facebook
bottom of page