
Hvað er óaldurstilgreindur einmöltungur?
(Eftirfarandi grein er lauslega þýdd af heimasíðu Kilchoman Distillery)
Áður en farið er nánar út í hvað felst í hugtakinu “óaldurstilgreining”, er kannski rétt að skýra út hvað felst í aldurstilgreiningu. Einnig ber að nefna að þessi orð; "aldurstilgreining" og "óaldurstilgreining" eru tilraunir til að þýða ensku hugtökin "age-statement" og "non-age statement.
Þegar viskí hefur verið eimað er það vanalega sett a tunnur og látið þroskast í þeim. Þetta fer oftast fram í stórum vöruhúsum. Samkvæmt skoskum lögum þarf skoskt viskí að þroskast í þrjú ár en að því tímabili loknu er það undir hverju eimingarhúsi komið hvenær skuli tappa því á flöskur. Ef ákveðið er að setja aldurstilgreiningu á flöskuna kveða skosk lög á um að aldur viskísins í flöskunni ákvarðist af yngsta viskíinu í blöndunni, ef um slíkt er að ræða. Ef flaskan inniheldur til að mynda blöndu af 12 ára, 10 ára og 5 ára einmöltungum þá er skylt að markaðssetja það sem 5 ára einmöltung þar sem það er yngsta viskíið í blöndunni. Þá skiptir ekki máli hversu lítið hlutfall af 5 ára viskíi er notað.

Viskíiðnaðurinn hefur í áraraðir snúist að verulegu leyti um að markaðssetja eldra viskí sem æðra því yngra. Litið hefur verið á aldursmerkingar; venjulega 10, 12, 15, sem gæðamerki og mörg eimingarhús lagt metnað í að bjóða upp á slíkar tegundir í vörumerkjasafni sínu. Þegar aldurstilgreining er komin í 18, 21, 25 og hærra hefur verið litið á viskíið sem hágæðavöru og skilaboðin til neytenda hafa verið að því eldra sem viskíið er því meira virði sé það. Nú á tímum hefur viskíiðnaðurinn þróast og fleiri og fleiri andmæla þessum hugsunarhætti. Auðvitað eru til afburða eldri einmöltungar en hærri aldur þarf samt alls ekki alltaf að jafngilda betra bragði.
Óaldurstilgreint viskí er viskí sem hefur verið tappað á flöskur án þess að aldur þess sé tilgreindur á flöskumiðanum. Oft eru notaðar tunnur frá mismunandi árum sem blandað er saman áður en átöppun fer fram og má lýsa slíku viskíi sem fjölárganga (e. multi-vintage) viskí. Mikilvægt er að minnast á að þó slíkt sé gert er ekki endilega um blandað viskí að ræða. Ef allt viskíið í blöndunni kemur frá sama eimingarhúsi er viskíið einmöltungur.
Í dag hefur átt sér stað öflug bylgja í framleiðsu á óaldurstilgreindu viskíi. Fyrir því eru margar ástæður og ein þeirra er söluaukning á viskíi á heimsvísu sem setur þrýsting á iðnaðinn að framleiða meiri vöru (og þar af leiðandi yngra viskí). Þetta hefur leitt til þess að hraðar hefur gengið á eldri birgðir en áætlað var í fyrstu og þar af leiðandi hafa mörg eimingarhús einfaldlega ekki aðgang að eins gömlu viskíi í vöruhúsum sínum og áður var. Að auki hefur framleiðsla á óaldurstilgreindu viskíi gefið eimingarhúsum og óháðum blöndurum mun meiri sveigjanleika til að vera skapandi í því hvað þeir kjósa að senda frá sér. Fyrir Kilchoman, þá gefur það Anthony Wills aukinn sveigjanleika að setja ekki aldurstilgreiningu á flöskurnar. Hann hefur þá úr fleiri tunnum að velja í hverja og eina blöndu.


Það var aldrei markmið Kilchoman að setja handahófskennda aldurstilgreiningu á flöskurnar. Vissulega er það merkilegur áfangi fyrir hvert eimingarhús að ná áður tilgreindum áföngum hvað varðar aldur þá hefur það ætíð verið sýn Anthonys að Kilchoman ætti að framleiða einmöltunga þar sem áherslan er eingöngu á bragð og ákveðinn stíl sem hefur ekki verið einkennandi fyrir Islay viskí í gegnum tíðina; þ.e.a.s. ungt, ávaxtaríkt og bragðríkt viskí. Viskí sem býr einnig yfir jafnvægi í bragði og inniheldur hið ríka reykjarbragð sem einkennir viskí frá Islay. Öllum þessum markmiðum má ná, jafnvel betur, með því að leggja ekki áherslu á aldur viskísins þegar tekin er ákvörðun um hvenær rétti tíminn er til að setja það á flöskur. Kjarnavörur Kilchoman, Machir Bay og Sanaig, bera hvorugar aldurstilgreiningu og gera það með stolti. Þetta viskí er fyrst og fremst framleitt með bragðgæði í huga en ekki einvörðungu til að geta sent frá sér yngra viskí til að hraða framleiðsluferlinu.

Þegar framleiða á viskí með aldurstilgreint viskí er aðalmarkmiðið að ná fram samræmdu bragði í hvert sinn sem blandað er. Markmið Kilchoman er að búa til og ná fram ákveðnum stíl fyrir Machir Bay og Sanaig. Það er ekki gert með því einfaldlega að skoða aldur viskísins í tunnum og því má alveg gera ráð fyrir örlitlum bragðmun á milli blanda (e. vatting). Þetta gefur Kilchoman einnig frelsi til að nota viskí frá mismunandi árum í blöndurnar. Machir Bay er til að mynda úr viskíin sem hefur verið 3-8 ár í tunnum. Þeir sem hafa bragðað Machir Bay í gegnum árin hafa ef til vill orðið vör við ákveðna þróun á bragðinu á Machir Bay og Sanaig. Machir Bay er enn 90% bourbon tunnur og 10% Oloroso sérrí tunnur á meðan Sanaig er úr 70% bourbon tunnum og 30% Oloroso sérrí tunnum.

Ef notaðar eru tunnur af minni gæðum eða tunnur sem áður hafa innihaldið viskí má ætla að það þurfi að þroska viskíið í lengri tíma til að tunnan fari að hafa áhrif á viskiið. Þess vegna er lögð áhersla á það hjá Kilchoman að leita að hágæða eikartunnum, oft beint frá fyrra eimingarhúsi eða vínframleiðanda.
Kilchoman setur árlega á markað ýmsar gerðir sem framleiddar eru í takmörkuðu magni. Má það nefna PX Sherry, STR eða Port Cast Matured ásamt fleiru. Þessar tegundir eru ekki með aldurstilgreiningu en Kilchoman birtir opinskátt upplýsingar um þroskun og aldur á flöskumiðanum. Gefið er upp hvaða ár viskíið var sett á flöskur.
Það eina sem skiptir máli að lokum er gæðin á viskíinu í flöskunni. Hvort sem það er með aldurstilgreiningu eða ekki á bragðið að standa fyrir sínu og tala fyrir sig sjálft.
(Ath. að þetta þýðir ekki að Machir Bay hafi fyrst verið 70% tímann í bourbon tunnum og svo hellt yfir á sérrí tunnur. Allt viskí sem sett er á tunnu er látið þroskast til enda í þeirri tunnu).
Það er vert að minnast á að eftir því sem viskí þroskast lengur í tunnu hefur eikin í tunnunni meiri áhrif á vökvann (að sjálfsögðu). Eins og minnst var á áður þá var Kilchoman viskíið þróað til að ná sem mestum þroska á fáum árum. Þegar verið er að gera tilraunir með mismunandi tegundir af tunnum og þroskunartíminn fer að lengjast er það mikið nákvæmnisverk að ná réttu jafnvægi í það hversu mikil áhrif eikin hefur en halda samt eiginleikum Kilchoman. Sérstaklega getur evrópsk eik haft of mikil áhrif og tekið yfir bragðið ef viskíið er látið liggja of lengi í slíkum tunnum og þá hverfa þeir eiginleikar sem Kilchoman viskíið hefur. Öll þessi fyrirhöfn miðast semsagt við að fanga það bragð sem leitað er að en það er ekki skilgreint út frá ártali framan á flöskunni.
